Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. júlí 2016 22:29
Magnús Már Einarsson
Zoran Ljubicic líklega á leið í þjálfarateymi Fylkis
Zoran Daníel Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir ætlar að ræða við Zoran Daníel Ljubicic um að koma inn í þjálfarateymi liðsins og vera aðstoðarþjálfari þar.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, staðfesti þetta eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í kvöld.

„Við ætlum að spjalla saman á eftir eða á morgun," sagði Hermann.

Garðar Jóhannsson hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hann var í byrjunarliðinu gegn Stjörnunni í kvöld. Garðar heldur einnig áfram sem aðstoðarþjálfari þó að Zoran komi inn.

„Hann er frábær leikmaður. Það hefur ekkert breyst með hans stöðu. Við viljum bara gera allt sem hjálpar," sagði Hermann.

Zoran Daníel þjálfaði síðast Keflavík árið 2012 og 2013 en honum var sagt upp störfum snemma á síðara tímabilinu. Zoran þjálfaði einnig Völsung á sínum tíma sem og yngri flokka hjá Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner