Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júlí 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Damir minntist móður sinnar þegar hann skoraði
Damir eftir markið.
Damir eftir markið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, benti til himins og minntist móður sinnar þegar hann skoraði í 4-2 sigri á KA í gær.

Móðir hans lést á laugardaginn eftir baráttu við krabbamein.

Damir flutti tíu ára gamall til Íslands ásamt móður sinni. Boban Ristic, bróðir móður Damirs, spilaði þá fótbolta á Íslandi. Móðir Damir fékk vinnu á Íslandi í gegnum Boban og úr varð að hún flutti ásamt Damir. Damir er einkabarn en hann hefur ekki heyrt í föður sínum síðan í æsku.

„Mamma og pabbi skildu þegar ég var þriggja ára og ég hef ekkert séð hann né heyrt í honum síðan þá. Ég veit ekkert hvar hann er í dag og ég hef sjálfur ekki leitast eftir því að finna hann,“ sagði Damir í löngu viðtali við Fótbolta.net í vor.

Leikmenn Breiðabliks tileinkuðu Damir sigurinn í gær eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner