banner
   mán 24. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Nær Pedro sínum fyrsta sigri?
Fram hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Fram hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm fótboltaleikir á dagskrá hér landi í dag.

Athyglisverðasti leikurinn er í Inkasso-ástríðunni. Þar mætast Fram og Leiknir Reykjavík á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

Pedro Hipolito hefur núna stýrt Fram í fjórum leikjum, en þeir hafa allir tapast. Síðasti leikurinn var gegn Haukum, en hann fór 3-2. Safamýrarliðið leiddi 1-0 í hálfleik, en í seinni hálfleik breyttist það.

„Við þurfum að vinna, við þurfum að bæta okkur og við þurfum að hafa meiri gæði. Við þurfum fleiri gæðaleikmenn," sagði Pedro í viðtali við Fótbolta.net eftir Haukaleikinn.

Nær hann að vinna sinn fyrsta sigur í kvöld?

Í kvöld eru einnig fjórir leikir í 4. deild karla. Hér að neðan má sjá hvaða leikir það eru.

mánudagur 24. júlí

Inkasso deildin 1. deild karla 2017
19:15 Fram-Leiknir R. (Laugardalsvöllur)

4. deild karla 2017 B-riðill
20:00 KFR-SR (SS-völlurinn)

4. deild karla 2017 C-riðill
20:00 Skallagrímur-Léttir (Skallagrímsvöllur)
20:00 Kóngarnir-Árborg (Þróttarvöllur)
20:00 Ýmir-Úlfarnir (Versalavöllur)
Athugasemdir
banner
banner