Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júlí 2017 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Javier Hernandez til West Ham (Staðfest)
Mættur!
Mættur!
Mynd: West Ham
Javier Hernandez, Chicharito, er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina! Hann hefur gengið frá samningum við West Ham.

Kaupverðið á leikmanninum er 16 milljónir punda, en hann er búinn að krota undir þriggja ára samning.

West Ham hefur lengi reynt að fá framherja til sín og nú hefur það loksins tekist! Javier Hernandez er mættur.

Chicharito var á mála hjá Manchester United frá 2010 til 2015.

Leikmaðurinn kemur til West Ham frá þýska liðinu Bayer Leverkusen, en hann gekk í raðir Leverkusen á 7,3 milljónir punda fyrir tveimur árum og hefur síðan þá skorað 39 mörk.

Hann er nú kominn til West Ham, en hann er launahæsti leikmaður liðsins frá upphafi með 140 þúsund pund í vikulaun.

„Þetta var ekki erfið ákvörðun," sagði Chicharito eftir að hafa skrifað undir samninginn í kvöld.




Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner