Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júlí 2017 14:06
Magnús Már Einarsson
Keita pirraður - Æfing blásin af eftir hrottalega tæklingu
Keita átti hrottalega tæklingu á æfingu í dag.
Keita átti hrottalega tæklingu á æfingu í dag.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi, flautaði í dag af æfingu hjá félaginu eftir ljótt brot Naby Keita á Diego Demme.

Keita er sagður vilja fara til Liverpool en enska félagið hefur verið á höttunum á eftir honum í sumar.

Leipzig hefur hafnað 66 milljóna punda tilboði í Keita í sumar og talið er að það hafi komið frá Liverpool. Næsta sumar getur Keita farið á 48 milljónir punda samkvæmt klásúlu í samningi hans.

Miðjumaðurinn var illa fyrir kallaður á æfingu Leipzig í æfingabúðum í Austurríki í gær.

Diego Demme átti hörkutæklingu á Keita á æfingunni. Keita svaraði fyrir sig með hrottalegri tæklingu á Demme en sá síðarnefndi lá grátandi eftir í kjölfarið.

Hasenhuttl flautaði þá æfinguna af og sendi leikmenn Leipzig upp á hótel. Fyrstu fréttir af meiðslum Demme eru þó góðar fyrir Leipzig en hann virðist hafa sloppið við alvarleg meiðsli.

Hér að neðan má sjá tæklingarnar hjá Demme og Keita í dag,



Athugasemdir
banner
banner