Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. júlí 2017 10:10
Arnar Daði Arnarsson
Líklegt að Freyr geri breytingar á byrjunarliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins segir að liðið fari í leikinn gegn Austurríki til að vinna. Það sé númer eitt, tvö og þrjú.

Leikurinn gegn Austurríki fer fram á miðvikudaginn í Rotterdam en fyrir leikinn er ljóst að Ísland er úr leik og á heimleið eftir leik.

„Eina sem er í kollinum á mér er að vinna og fara héðan úr þessu móti með sigri," sagði Freyr á fréttamannafundi sem haldin var í morgun.

Hann gerir ráð fyrir því að gera einhverjar breytingar á liðinu fyrir leikinn.

„Ég mun taka ákvörðun með liðið út frá andlegu og líkamlegu ástandi leikmanna."

„Það skiptir máli að fara út úr þessu móti með sigri. Frammistaðan hefur verið góð, holningin góð og við erum ánægð með lang flest í mótinu fyrir utan litlu hlutina. Það skiptir miklu máli fyrir íslenskan fótbolta að fara út úr þessu móti með sigur á bakinu."

Freyr var spurður að því hvort hann hafi eitthvað hugað að því að verðlauna leikmenn eins og Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen sem meiddust illa í byrjun árs en hafa náð undraverðum bata og lagt mikið á sig til að ná þessu móti, með byrjunarliðssæti gegn Austurríki. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í síðasta leik en Sandra María hefur ekki fengið mínútur enn sem komið er.

„Það er ekki útlokað að að báðir þessir leikmenn byrji leikinn.
Það kemur sterklega til greina að ég geri breytingar á liðinu en samt sem áður ætlum við að vinna þennan leik. Fyrst og síðast fyrir okkur og fyrir stuðningsmennina sem eru hér og aðra sem eru að fylgjast með okkur á Íslandi."


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner