mán 24. júlí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Perez: Arsenal hefur komið illa fram við mig
Perez er ekki ánægður í herbúðum Arsenal.
Perez er ekki ánægður í herbúðum Arsenal.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Lucas Perez er ekki ánægður í herbúðum Arsenal. Hann vill komast í burtu og það sem fyrst.

Arsenal keypti leikmanninn frá Deportivo La Coruna síðasta sumar á 17,5 milljónir punda, en hann vill fara aftur til Deportivo. Hann fékk fá tækifæri á sínu fyrsta tímabili og ekkert bendir til þess að hann fái að spila meira á næsta tímabili hjá Lundúnarfélaginu.

„Ég vil fara, ég vil spila og ég vil vera ánægður," sagði Perez í viðtali sem birtist á spænsku vefsíðunni La Voz de Galicia.

Lucas Perez spilaði í treyju númer níu hjá Arsenal á síðasta tímabili, en hann er ekki lengur í þeirri treyju hjá félaginu. Alexandre Lacazette er nú kominn með það númer á bakið.

Það er Perez ósáttur með.

„Arsenal hefur komið illa fram við mig. Að taka treyjunúmerið af mér og gefa liðsfélaga það án þess að segja mér neitt, það var dropinn sem fyllti mælinn. Ég get ekki haldið svona áfram."
Athugasemdir
banner
banner