Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júlí 2017 10:35
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Dæmdi víti en hætti svo við
Vitulano með spjaldið á lofti í leik Íslands og Frakklands.
Vitulano með spjaldið á lofti í leik Íslands og Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi tapleik Íslands gegn Frakklandi á EM, heldur áfram að gera gloríur á mótinu.

Hún dæmdi leikinn gegn Frakklandi verulega illa og ekki var frammistaða hennar með flautuna á leik Englands og Spánar í gær skárri.

England vann 2-0 en þegar staðan var 1-0 dæmdi hún hendi innan teigs Englands og benti á punktinn til merkis um að Spánn ætti að fá víti.

Kenningin um að það þýði ekki að deila við dómarann var afsönnuð þegar Lucy Bronze, varnarmaður Englands, sagði við Vitulano dómara að hendin hafi verið óviljaverk. Vitulano hætti skyndilega við vítaspyrnuna.

„Þetta er mjög vont fyrir fótboltann. Þvílíka þvælan, óháð tilfinningum okkar," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður út í atvikið á fréttamannafundi í morgun.


Athugasemdir
banner
banner