Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 24. júlí 2017 09:35
Arnar Daði Arnarsson
Of langt á McDonald's fyrir Ása
Ási á fréttamannafundinum í dag. Freyr og Ólafur Pétursson markmannsþjálfari skelltu uppúr þegar Ási talaði um McDonald's.
Ási á fréttamannafundinum í dag. Freyr og Ólafur Pétursson markmannsþjálfari skelltu uppúr þegar Ási talaði um McDonald's.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn síðasta leik á Evrópumótinu í Hollandi á miðvikudaginn, þegar liðið mætir Austurríki í Rotterdam.

Það fer því að styttast í heimför og að liðið kveðji bæinn Ermelo þar sem liðið hefur dvalið á meðan á Evrópumótinu stendur.

Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson þjálfarar íslenska liðsins hafa verið ánægðir með aðstæður í bænum og hafa yfir litlu að kvarta.

Ási benti þó á eina leiðinlega staðreynd. „Það er alltof langt á McDonalds. Annars höfum við ekki yfir neinu að kvarta. Hótelið, umhverfið, æfingasvæðið er frábært. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að njóta þess. Það hefur verið keyrsla en þetta er rólegt umhverfi og við höfum notið þess," sagði Ási og Freyr bætti við að hann hafi aðeins einu sinni farið út af hótelinu til að fá sér að borða.

„Ég fór á Sushi stað í nágrenninu sem var mjög góður," bætti Freysi við og mælti með staðnum fyrir íslensku fjölmiðlamennina í Hollandi.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner