mán 24. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Randers hefur misst marga - Óli leitast eftir gæðaleikmönnum
Mynd: Getty Images
Danska úrvalsdeildin er farin að rúlla. Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers þar, en liðið hefur ekki farið sérstaklega vel af stað.

Eftir jafntefli í fyrstu umferðinni mætti Randers stórliði FCK frá Kaupmannahöfn um helgina. Það fór ekki vel fyrir Óla Kristjáns og hans menn, leikurinn endaði 3-0 fyrir FCK.

Randers hefur misst marga menn í sumar og Óli vonast til þess að fá einhverja leikmenn til að fylla upp í götin.

„Ég banka á dyrnar hjá Michael Gravgaard (stjórnarmanni Randers) nánast á hverjum degi," sagði Óli eftir tapið um helgina.

„Ég er alltaf að vonast til þess að hann sé búinn að finna sóknarmann. Það þarf ekki endilega að vera sóknarmaður, en mér finnst vörnin flott. Við þurfum að fá leikmann sem kemur með gæði inn í liðið," sagði Óli enn fremur.

Hannes Þór Halldórsson er markvörður Randers.
Athugasemdir
banner
banner