Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júlí 2017 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Birkir Már lagði upp í góðum sigri Hammarby
Birkir Már með stoðsendingu.
Birkir Már með stoðsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hammarby 2 - 1 Elfsborg
1-0 Bjorn Paulsen ('21)
1-1 Daniel Gustavsson ('28)
2-1 Bjorn Paulsen ('54)

Íslendingalið Hammarby vann flottan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið fékk Elfsborg í heimsókn.

Það var ljóst að þetta yrði erfiður leikur fyrir Hammarby, en Elfsborg var fyrir leik með fimm stigum meira í deildinni.

Hammarby komst samt yfir og var það Bjorn Paulsen sem skoraði eftir undirbúning frá íslenska landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni. Birkir var í byrjunarliði Hammarby, rétt eins og Ögmundur Kristinsson og Arnór Smárason. Þeir spiluðu allir 90 mínútur.

Elfsborg jafnaði og staðan í hálfleik var 1-1, en sigurmark Hammarby gerði títtnefndur Bjorn Paulsen á 54. mínútu.

Hammarby er í níunda sæti deildarinnar með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner