mán 24. júlí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tindastóll segir þjálfurum sínum upp (Staðfest)
Stephen Walmsley.
Stephen Walmsley.
Mynd: Tindastóll
Tindastóll, sem leikur í 2. deild karla, hefur ákveðið að segja tveimur þjálfurum sínum frá störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi. Samkvæmt tilkynningunni er ástæða brottrekstrarins slakt gengi í sumar.

„Knattspyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu," segir í tilkynningunni.

„Ástæða starfsloka er árangur liðsins í sumar sem báðir aðilar eru sammála um að sé alls ekki sá sem var stefnt á í byrjun sumars."

„Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar þeim fyrir sín störf, en þeir hafa frá fyrsta degi lagt mikla vinnu í starf sitt. Óskum við þeim velfarnaðar í komandi verkefnum."

Stephen Walmsley lék með Tindastóli á síðasta tímabili og var kjörinn besti leikmaður liðsins er liðið komst upp úr 3. deild.

Tindastóll er sem stendur í 9. sæti 2. deildar með 15 stig eftir leiki. Liðinu var fyrir mót spáð falli og því kemur þetta nokkuð á óvart.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner