Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. ágúst 2016 11:15
Elvar Geir Magnússon
Albert Guðmunds og Óttar Magnús í U21-landsliðinu
Leikir gegn Norður-Írlandi og Frakklandi framundan
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Óttar Magnús Karlsson er í hópnum.
Óttar Magnús Karlsson er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar U21-landsliðsins, hafa opinberað leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni.

Tveir útileikir eru framundan; gegn Norður-Írlandi 2. september og gegn Frakklandi 6. september.

Frakkar tróna á toppi riðilsins með 14 stig en Ísland og Makedónía hafa bæði 12 stig. Ísland á leik inni á þessi tvö lið.

Sex leikmenn í hópnum hafa ekki leikið fyrir U21-landsliðið, þar á meðal eru tveir strákar fæddir 1997 en elstu leikmenn eru fæddir 1994. Þetta eru þeir Albert Guðmundsson sem er hjá PSV Eindhoven í Hollandi og Óttar Magnús Karlsson sem leikið hefur frábærlega fyrir Víking Reykjavík í Pepsi-deildinni.

Anton Ari Einarsson í Val er einn þeirra þriggja markvarða sem eru í hópnum og þá fengu Davíð Kristján Ólafsson, Hans Viktor Guðmundsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson valið.

Leikjahæstur í hópnum er varnarmaður Vals, Orri Sigurður Ómarsson, sem leikið hefur 17 leiki fyrir U21-landsliðið

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er í U21-hópnum en hann var í A-landsliðshópnum á EM í Frakklandi í sumar. Heimir Hallgrímsson sagði í gær að hann teldi skynsamlegra að Hjörtur myndi spila með U21-liðinu núna frekar en að verma varamannabekk A-landsliðsins í komandi leik gegn Úkraínu.

Leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum það sem af er þessari undankeppni fengu ekki valið núna. Sindri Björnsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Jónsson og Kristján Flóki Finnbogason eru meðal þeirra sem missa sæti sitt í hópnum.

Hópurinn:
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Frederik Schram, Roskilde
Anton Ari Einarsson, Valur

Orri Sigurður Ómarsson, Valur
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Aron Elís Þrándarson, Álasund
Árni Vilhjálmsson, Breiðablik
Elías Már Ómarsson, Gautaborg
Adam Örn Arnarsson, Álasund
Böðvar Böðvarsson, FH
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik
Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan
Daníel Leó Grétarsson, Álasund
Heiðar Ægisson, Stjarnan
Viðar Ari Jónsson, Fjölnir
Albert Guðmundsson, PSV
Davíð Kristján Ólafsson, Breiðablik
Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir
Óttar Magnús Karlsson, Víkingur
Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner