banner
   mið 24. ágúst 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Reiknar með að Messi komi aftur til félagsins
Mynd: Getty Images
Cristian D'Amico, varaforseti Argentínska félagsins Newell's Old Boys, segist hafa trú á því að félagið geti krækt í Lionel Messi áður en litli snillingurinn sest í helgan stein.

Messi ólst upp hjá Old Boys allt til 14 ára aldurs þegar hann fór til Barcelona og varð partur af La Masia akademíunni.

„Ég og margir aðrir erum sannfærðir um að við getum komist í sögubækurnar ef besti leikmaður heims gengur til liðs við okkur," sagði D'Amico við FourFourTwo.

„Ég held að við munum sjá hann spila fyrir félagið. Þetta gæti breytt öllu fyrir félagið, hugsið ykkur hversu marga nýja stuðningsmenn við myndum fá, hugsið ykkur alla styrktaraðilana og fjölmiðlafárið í kringum þetta.

„Messi myndi nánast bjarga félaginu með því að skrifa undir samning. Koma hans færi langleiðina að því að leysa skuldavandamál félagsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner