banner
   mið 24. ágúst 2016 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo segir að Pepe hafi verið bestur á EM
Pepe og Cristiano Ronaldo.
Pepe og Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Portúgalski varnarmaðurinn Pepe var besti leikmaður Evrópumótsins í sumar að mati Cristiano Ronaldo. Þeir tveir eru liðsfélagar, bæði hjá Real Madrid og portúgalska landsliðinu.

Antoine Griezmann, sóknarmaður Frakklands, var valinn maður mótsins en hann tók gullskóinn með sex mörkum og tveimur stoðsendingum.

„Í mínum bókum var Pepe magnaður á þessu ári. Þetta var mögulega hans besta tímabil. Hann var án vafa besti leikmaður portúgalska liðsins í sigrinum á EM og einn besti leikmaður Real Madrid þegar við unnum Meistaradeildina," segir Ronaldo.

„Ég er ánægður með að hann hafi verið valinn í úrvalslið EM en að mínu mati var hann besti maðurinn á öllu mótinu."

Ronaldo er einn af þremur sem kemur til greina sem leikmaður ársins í Evrópu en UEFA tilkynnir um sigurvegara á morgun. Auk hans eru Gareth Bale og Griezmann tilnefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner