Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. ágúst 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BB.is 
Tveir sveitastjórar í leikmannahópi Harðar um helgina
Pétur Georg Markan er sveitastjóri í Súðavík.
Pétur Georg Markan er sveitastjóri í Súðavík.
Mynd: Twitter
Hörður frá Ísafirði spilar sinn síðasta leik á tímabilinu þegar Ýmir kemur í heimsókn alla leið frá Kópavogi næsta laugardag.

Það verður aðeins leikið upp á stoltið en það sem er merkilegt við þessa viðureign er að tveir sveitastjórar verða í leikmannahópi Harðar.

Pétur Georg Markan, sem lék í Pepsi-deildinni með Víkingi R., Fjölni og Val, er annar þeirra og Jón Páll Hreinsson er hinn.

Hinn 35 ára gamli Pétur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps en Jón Páll, 43 ára, er nýráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur.

Liðin mætast á Torfnesinu og það verður frítt kaffi og bakkelsi fyrir stuðningsmenn sem mæta á lokaleik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner