Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. september 2013 09:37
Magnús Valur Böðvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Vandamál við leyfiskerfi KSÍ
Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Valur Böðvarsson
Áhorfendaaðstaðan á gervigrasvelli KR
Áhorfendaaðstaðan á gervigrasvelli KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stúkan á Ásvöllum í Hafnarfirði
Stúkan á Ásvöllum í Hafnarfirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV hefur ekkert yngri flokka starf
KV hefur ekkert yngri flokka starf
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Áhorfendaaðstaða á Grýluvelli í Hveragerði
Áhorfendaaðstaða á Grýluvelli í Hveragerði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú um helgina átti sér stað merkilegur atburður í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar eða KV náði að tryggja sér sæti í 1.deild karla. Það sem er merkilegt við þetta er að þeir eru fyrsta félagið sem ekki rekur yngri flokka sem kemst uppí 1.deild og þurfa þar að leiðandi að uppfylla ákveðin skilyrði innan leyfiskerfis Knattspyrnusambands Íslands.

Eitt af þeim skilyrðum sem uppfylla þarf í leyfiskerfi KSÍ er að vera með yngri flokka starfsemi sem KV hefur ekki. Þá hefur félagið ætið leikið heimaleiki sína á gervigrasvelli KR sem hefur enga aðstöðu fyrir áhorfendur en krafa er fyrir félög í 1.deild að hafa áhorfendaaðstöðu og hefur komið mörgum félögum í vandræði með því að þurfa leggja inn pening við byggingu á stúku. 1 árs undanþága fæst fyrir síðari tillöguna. KV verður 10 ára á næsta ári og verður því að teljast afar ungt félag getur ekki uppfyllt þessa kröfur og þurfa væntanlega að funda með forráðarmönnum KSÍ á næstu dögum.

Á seinustu tveim áratugum er ekki mörg félög sem hafa verið stofnuð sem hafa yngri flokka starfsemi enda virðist sem félögin sem nú þegar eru til á höfuðborgarsvæðinu virðast stoppa þá möguleika að stofna nýtt íþróttafélag. Fyrir nokkrum árum kom til að mynda upp tillaga að stofna nýtt íþróttafélag sem átti að bera nafnið Kórinn og átti félagið að hafa aðstöðu og yngri flokka starfsemi í Kórnum í Kópavogi. Það var frekar fljótt stoppað í fæðingu af Kópavogsfélögunum sem vildu að sjálfsögðu ekki missa iðkenndur sína í nýtt íþróttfélag í bænum.

Einnig hefði auðveldlega verið hægt að stofna nýtt íþróttafélag í Grafarholti en Fram ákvað frekar að flytja félagið sitt þangað og skilja við Safamýrina en félagið hefur aðgang að iðkenndum bæði í Grafarholti sem og Safamýri. Mikið af hverfum innan höfuðborgarsvæðisins til að mynda Grafarvogur, Grafarhollt, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa í raun og veru öll tækifæri til þess að geta verið með auka lið sem hefði yngri flokka starfsemi fyrir nýtt félag sem færi í uppbyggingu og er eins og bæjarfélögin sjálf sem og núverandi íþróttafélög á svæðinu séu mótfallin því.
Í dæminu með KV tel ég til að mynda ekki miklar líkur á félagið gæti verið með yngri flokka starfsemi fyrir krakka þar sem bæði KR og Grótta eru að berjast um iðkenndur á svæðinu og bæði félög með mikið færri iðkenndur í yngri flokkum sínum en t.d. Fjölnir og Breiðablik svo dæmi sé tekið.

Mikill meirihluti leikmanna KV eru uppaldir í stærsta klúbbi landsins KR og eiga margir leikmenn leiki með yngri landsliðum Íslands en ekki komist að hjá félaginu, enda KR mikið í því að fá til sín bestu leikmenn landsins frá hinum ýmsu félögum. KR er ekkert einsdæmi um þetta og verða því margir leikmenn útundan sem hafa samt sem áður hug á að halda áfram íþróttaiðkunn sinni en vilja kannski ekki leita utan heimabyggðar. KV er gott dæmi um þetta þar sem ekki einn einasta leikmaður liðsins, né þjálfarar liðsins þiggja laun og því gott dæmi um vel rekið íþróttafélag sem ætti að vera einn auðveldasti hluti félagsins að sýna fram á fyrir leyfiskerfi KSÍ.

Þar sem félagið á sér í raun og veru ekki sinn eigin heimavöll, leikur félagið á gervigrasvelli KR. Þar er engin aðstaða fyrir áhorfendur og hafa forráðarmenn liðsins staflað upp brettum fyrir leiki þar sem áhorfendur geti staðið og horfið á leiki liðsins. Samkvæmt leyfiskerfinu þarf að vera stúka fyrir amk 300 áhorfendur í sæti að vera til staðar til þess að standast undir leyfiskerfið og gæti því fylgt gríðarlegur kostnaður fyrir viðkomandi félag og mörg félög í bæði efstu og næst efstu deild hafa þurft að fá undanþágu ár eftir ár til að koma upp slíkri aðstöðu.

Ég er nokkurn vegin sammála KSÍ að aðstöðu þurfi fyrir áhorfendur í amk tveimur efstu deildum en hins vegar að sambandið ætti að reyna aðstoða félögin betur fjárhagslega að uppbyggingu slíkrar aðstöðu eða amk sýna góða þolinmæði fyrir uppbyggingu slíkrar aðstöðu. Þá finnst mér einnig eins og styrkir til slíkrar aðstöðu frá ríki og bæjarfélögum vera af skornum skammti og stór hluti kostnaðar gætu fallið á félögin sjálf.

Segjum sem svo að KV fái 1.árs undanþágu af stúku og haldi sæti sínu í deildinni, nái að punga út einhverjum fjármunum til byggingu stúku auk láns og hefji byggingu við stúku á gervigrasvelli KR. Liðið taki á sig lán til byggingu stúkunnar og falli um deild seinna árið.

Á því stigi væri félagið búið að næla sér í skuldir sem það ætti líklega erfitt með að ráða við þar sem félagið yrði líklega fyrir enn frekari tekjuskerðingu við fall niður um deild. Hvað þá fyrir félög sem eru með menn á launaskrá og samninga.

Annað sem kemur upp í hugann er til dæmis hjá liðum utan af landi. Nú fylgist ég talsvert með neðri deildum og mikið af liðum koma utan af landi. Einherji á Vopnafirði er ágætis dæmi. Segjum sem svo að Einherji næði að koma sér uppí fyrstu deild á næstu tveim árum en bæjarfélagið telur undir 700 íbúa. Félagið hefur verið á undanþágu hjá KSÍ í nokkur ár þar sem völlur þeirra er ekki nægilega stór og er verið að byggja upp nýjan völl sem stenst lágmarksstærð. Færi liðið svo uppí 1.deild á komandi árum þyrfti félagið að byggja 300 manna stúku til að standast leyfiskerfi KSÍ. Ólíklegt verði að teljast að margir áhorfendur gestaliðsins mæti á svæðið og hvað þá að helmingur allra íbúa verði á svæðinu, þó ég vilji alls ekki alhæfa að slíkt gæti gerst.

Mitt álit er það að KSÍ þurfi aðeins að breyta reglum leyfiskerfisins miðað við stöðu félaganna eða reyna stuðla að því að félög sem eru með virkilega fjölmenna yngri flokka noti venslalið sín fyrir þá til að mynda gæti einhver hluti 5.flokks Breiðablik gengið undir nafninu Augnablik í stað þess að vera með A-F lið þá gætu þeir verið með tvö a lið, tvö b lið og 2 c lið svo dæmi séu tekin. Félögin á Íslandi gegna öll mikilvægu hlutverkum í uppbyggingu íþrótta hér á landi og verður virkilega gaman að sjá viðbrögð við öllum þessum hlutum.

Virðingafyllst
Magnús Valur Böðvarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner