lau 24. september 2016 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður hafði betur gegn Ragnari í Íslendingaslag
Jón Daði lagði upp í 3-1 sigri Wolves
Hörður Björgvin hefur verið að gera það gott hjá Bristol City
Hörður Björgvin hefur verið að gera það gott hjá Bristol City
Mynd: Getty Images
Jón Daði lagði upp þriðja mark Wolves í 3-1 sigri
Jón Daði lagði upp þriðja mark Wolves í 3-1 sigri
Mynd: Getty Images
Það var Íslendingaslagur í ensku Championship-deildinni í dag þar sem Fulham fékk Bristol City í heimsókn á Craven Cottage í Lundúnum. Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Fulham og hinum megin byrjaði Hörður Björgvin Magnússon.

Til að gera langa sögu stutta þá vann Bristol City mjög þægilegan sigur. Tammy Abraham, Luke Freeman, Bobby Reid og Aden Flint skoruðu mörkin í 4-0 sigri Bristol City.

Jón Daði Böðvarsson hefur verið að gera það gott í Championship-deildinni, en lagði upp þriðja mark Wolves í 3-1 sigri gegn Brentford í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff í dag. Rickie Lambert setti bæði mörk Cardiff í 2-1 útisigri gegn Rotherham.

Brighton 2 - 0 Barnsley
1-0 Glenn Murray ('12 )
2-0 Glenn Murray ('48 )

Derby County 1 - 2 Blackburn
1-0 Matej Vydra ('69 )
1-1 Marvin Emnes ('70 )
1-2 Danny Graham ('73 )

Fulham 0 - 4 Bristol City
0-1 Tammy Abraham ('10 )
0-2 Luke Freeman ('60 )
0-3 Bobby Reid ('68 )
0-4 Aden Flint ('83 )
Rautt spjald: Kevin McDonald, Fulham ('79 )

Leeds 1 - 0 Ipswich Town
1-0 Chris Wood ('35 )

Norwich 3 - 1 Burton Albion
1-0 Martin Olsson ('29 )
1-1 Lucas Akins ('46 )
2-1 Jacob Murphy ('47 )
2-1 Robbie Brady ('77 , Misnotað víti)
3-1 Ivo Pinto ('89 )
Rautt spjald: Tom Flanagan, Burton Albion ('76 )

QPR 1 - 1 Birmingham
0-1 Lucas Jutkiewicz ('23 )
1-1 Steven Caulker ('39 )

Reading 1 - 0 Huddersfield
1-0 Roy Beerens ('41 )
Rautt spjald: Rajiv van La Parra, Huddersfield ('26 )

Rotherham 1 - 2 Cardiff City
1-0 Isaiah Brown ('60 )
1-1 Rickie Lambert ('73 )
1-2 Rickie Lambert ('79 )

Sheffield Wed 2 - 1 Nott. Forest
0-1 Henri Lansbury ('35 )
1-1 Kieran Lee ('68 )
2-1 Kieran Lee ('90 )

Wolves 3 - 1 Brentford
1-0 Joao Teixeira ('47 )
2-0 Joao Teixeira ('57 )
2-1 Sullay Kaikai ('67 )
3-1 Ivan Cavaleiro ('90 )

Stórleikur Aston Villa og Newcastle hefst klukkan 16:30
Athugasemdir
banner
banner