Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. september 2016 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Rooney er minn maður
Mourinho var ánægður með sína menn
Mourinho var ánægður með sína menn
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög góð frammistaða og úrslit. Það er ekki auðvelt að spila gegn þeim og ekki auðvelt að vinna í þeim stíl sem við gerðum," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 4-1 sigur gegn meisturum í Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mourinho segir að það hafi verið gott að komast aftur á heimavöllinn og vinna meistarana.

„Í seinni hálfleiknum þá snerist þetta meira um að stjórna leiknum - við vildum aðeins meira - en Ranieri var mjög góður í að lesa möguleika sína og halda jafnvæginu. Fyrir hann þá snerist þetta um að tapa stórt eða halda stjórn á stöðunni."

„Að komast aftur á okkar heimavöll og vinna meistarana er mjög gott. Á síðasta tímabili þá gátum við ekki unnið þá, en við höfum unnið þá tvisvar nú þegar á þessu tímabili."

Mourinho var auðvitað spurður út í Wayne Rooney, en hann ákvað að byrja með fyrirliðann (Rooney) sinn á bekknum í dag.

„Wayne Rooney er stór leikmaður fyrir mig, United og fyrir landið sitt. Hann er minn maður, ég treysti honum fullkomnlega. Hann er ánægður."

„Við höfum tapað sex stigum í ensku úrvalsdeildinni. Við erum með fjóra sigra sem er mjög mikilvægt. Í dag snýst þetta um öryggi og ánægju fyrir stuðningsmennina, ég veit ekki hvenær þeir fengu síðast svona stöðu í leikhlé,"
sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner