Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. september 2016 09:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Mourinho tilbúinn að setja Rooney á bekkinn
Powerade
Er Rooney á leið á bekkinn?
Er Rooney á leið á bekkinn?
Mynd: Getty Images
Adebayor kemur fyrir í slúðurpakka dagsins
Adebayor kemur fyrir í slúðurpakka dagsins
Mynd: Getty Images
Góða og gleðilega helgi kæru lesendur. Nú er komið að hinum daglegu slúðursögum í boði Powerade. BBC tók saman að venju. Njótið vel!



Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við það að setja fyrirliðann Wayne Rooney (30) á bekkinn ef hann sér þörfina í því. (Daily Mail)

Faðir Yaya Toure (33) hefur biðlað til Pep Guardiola að gefa syni sínum annað tækifæri. Umboðsmaður Yaya, Dimitri Seluk, lét frá sér ummæli sem Guardiola tók ekki vel í og miðjumaðurinn fær ekki að spila fyrr en Seluk biðst afsökunar. (The Sun)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun velja Loris Karius (23) í markið fram yfir Simon Mignolet (28) þegar liðið mætir Hull City í ensku úrvalsdeildinni í dag. (Liverpool Echo)

Gareth Bale (27), ein helsta stjarna Real Madrid, vill fara frá Evrópumeisturunum, en hans líklegasti áfangastaður er Manchester United. (Diario Gol)

AC Milan á Ítalíu íhugar það að bjóða 24 milljónir punda í Memphis Depay (24). Depay hefur ekki náð sér á strik síðan hann kom til Manchester United. (CalcioMercatoWeb)

Miðjumaðurinn efnilegi Mario Pasalic (21) gæti snúið aftur til Chelsea, en hann er í láni hjá AC Milan þessa stundina. (Calcio Mercato)

Jesse Lingard (23) er búinn að samþykkja samningstilboð frá Manchester United sem mun tvöfalda laun hans. (Sun)

Cesc Fabregas (29), miðjumaður Chelsea, segist aldrei hafa íhugað það að fara frá Lundúnarfélaginu í sumar. (Sky Sports)

David Moyes, stjóri Sunderland, segir frá því að hann hafi fengið tækifæri til þess að fá framherjann Emmanuel Adebayor (32) í sínar raðir í síðasta mánuði, en hann er ekki að íhuga það að fá sóknarmanninn núna. (ESPN)

Curtist Davies (31), varnarmaður Hull City, vonast enn til þess að fá kallið hjá enska landsliðinu. Davies hefur byrjað þetta tímabil gríðarlega vel með Hull í ensku úrvalsdeildinni. (Yorkshire Post)
Athugasemdir
banner
banner