Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   lau 24. september 2016 15:25
Arnar Helgi Magnússon
Nóg að gera hjá Gunna Borg: Þarf að drífa mig
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var kátur eftir frábæran sigur Selfyssinga á Huginn í Inkasso-deildinni. Selfyssingar unnu leikinn 4-1 og er þetta fyrsti heimaleikur sem liðið vinnur síðan 12.júlí.

Selfyssingar voru miklu betri aðilinn í dag og var Gunnar sammála því að þetta hafi verið einn af fáum leikjum sem liðið vann örugglega í sumar.

„Já, einn af fáum. Við áttum nokkra góða leiki. Við áttum mjög góðan leik á móti Leikni R. úti og svona 1-2 góða sigurleiki. Þessi var mjög góður og gaman að taka þetta hérna á heimavelli í síðustu umferðinni."

Huginn er fallið niður um deild eftir úrslit dagsins.

„Nei ég held að við gerum það nú svosem ekki. Þetta æxlaðist þannig, ég var bara rétt að frétta það núna."

„Við erum að ná tölvert mikið af markmiðunum okkar. Við erum að byggja liðið upp, við erum að spila mikið á heimamönnum og erum að styrkja innviði klúbbsins mjög mikið. Við náum 28 stigum, við erum með markatölu í plús sem hefur ekki gerst mjög lengi og erum að vinna fleiri leiki en undanfarið."

Gunnar segist reikna með því að halda áfram með liðið næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner