banner
   lau 24. september 2016 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakho opnar sig - „Get ekki sætt mig við þessar lygar"
Þegar allt lék í lyndi
Þegar allt lék í lyndi
Mynd: Getty Images
Staða varnarmannsins Mamadou Sakho hjá Liverpool er nokkuð furðuleg. Hann hefur ekki enn komið við sögu á þessu leiktímabili og virðist ekki vera inn í myndinni hjá stjóra Liverpool, Jurgen Klopp.

Hinn 26 ára gamli Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum í sumar vegna agabrota. Klopp segir að Sakho hafi ítrekað brotið reglur, hann skrópaði í meðhöndlun og mætti of seint í mat.

Klopp vildi senda Sakho í burtu á láni, en leikmaðurinn hafnaði sjálfur að fara til Stoke, West Brom og Besiktas áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Stuðningsmenn hafa furðað sig á þessari stöðu, en nú hefur Sakho opnað sig um málið á samfélagsmiðlinum Snapchat. Þar sakar hann félagið og Klopp meðal annars um lygar.

„Núna eru komnar þrjár vikur síðan ég var tilbúinn að spila leiki," sagði Sakho á Snapchat. „Ég er búinn með endurhæfinguna mína. Þeir vilja ekki einu sinni að ég spili með varaliðinu! Ég veit ekki af hverju þetta er svona."

„Ég samþykki stöðu mína, en ég get ekki sætt mig við þessar lygar... Stuðningsmennirnir eiga það skilið að vita hið sanna! Takk fyrir stuðninginn."

Sakho tók þetta niður snemma í morgun, en hér að neðan má sjá allt það sem hann sagði.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner