Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 24. september 2016 15:54
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu Leikni F fagna: „Þetta er eins og draumur''
Leiknismenn fagna eftir leik.
Leiknismenn fagna eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði náði á ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í Inkasso deild karla í dag með því að vinna 7-2 sigur á HK í Kórnum á sama tíma og Selfoss vann Huginn 4-1 og sendi þá niður.

Lestu um leikinn: HK 2 -  7 Leiknir F.

Fyrir daginn var ljóst að Leiknir F varð að vinna og Huginn að tapa og markasveiflan þurfti að verða 7 mörk. Þetta gekk allt eftir og gott betur því markasveiflan varð á endanum 8 mörk. Í sjónvarpinu að ofan má sjá Leiknismenn fagna í leikslok og viðtal við Viðar Jónsson þjálfara liðsins.

„Vá, ég bara trúi þessu," sagði Viðar við Fótbolta.net eftir leik. „Þetta er ótrúlegt, þetta er eins og draumur. Ég setti upp á skjávarpann á fundinum með strákunum í gær að nú ættu allir að láta sig dreyma í alla nótt, þetta væri hægt. Draumurinn varð að veruleika. Það er allt hægt," hélt hann áfram.

„Við erum ekki búnir að æfa vörn alla vikuna og bara búnir að vera í sóknaraðgerðum, skotæfingum, fyrirgjöfum og fylgja á eftir. Bara sóknaræfingar og við komum bara og ætluðum að pressa. Við höfðum trú á þessu."

Nánar er rætt við Viðar í sjónvarpinu hér að ofan en sonur hans Kristófer Páll var kominn með þrjú mörk þegar Leiknir fékk víti í lokin. Ljóst var að sæti í Inkasso var í húfi ef honum tækist að skora og það gerði hann. Treysti Viðar honum alltaf?

„Já, klárlega. Hann þrífst á að fá að skora mörk og hann fékk gullið tækifæri til þess þarna. Svo vorum við í símanum hinum megin. Það er hundleiðinlegt að horfa á eftir Huginn niður en þetta var bara við eða þeir svo það var ekkert um annað að ræða," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner