lau 24. september 2016 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona fór létt með Sporting Gijon
Neymar setti tvö fyrir Börsunga
Neymar setti tvö fyrir Börsunga
Mynd: Getty Images
Sporting Gijon 0 - 5 Barcelona
0-1 Luis Suarez ('29 )
0-2 Rafinha ('32 )
0-3 Neymar ('81 )
0-4 Arda Turan ('85 )
0-5 Neymar ('88 )
Rautt spjald:Alberto Lora, Sporting Gijon ('74)

Barcelona fór létt með Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór fram á El Molinon-vellinum, sem er heimavöllur Sporting Gijon og var honum að ljúka nú fyrir ekki svo löngu.

Sóknarmaðurinn Luis Suarez kom Börsungum yfir á 29. mínútu og nokkrum mínútum síðar var Brasilíumaðurinn Rafinha búinn að bæta við marki. Rafinha kom inn í liðið fyrir Lionel Messi sem er meiddur á nára og verður frá næstu þrjár vikurnar.

Staðan var 2-0 fyrir Barcelona í hálfleik, en í seinni hálfleiknum bættu þeir við þremur mörkum. Neymar skoraði fyrst á 81. mínútu, Arda Turan bætti við öðru á 85. mínútu og títtnefndur Neymar var aftur á ferðinni þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur í þessum leik, 5-0 fyrir Barcelona..

Barcelona er komið í efsta sæti deildarinnar með 13 stig, en Real Madrid og Sevilla eiga leik til góða og geta náð Börsungum að stigum. Sporting Gijon er um miðja deild með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner