Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. september 2017 19:05
Fótbolti.net
Lið 21. umferðar: Bjarni í sjöunda sinn og Eiður sjötta
Hallgrímur Mar í leiknum gegn Grindavík.
Hallgrímur Mar í leiknum gegn Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Ólafur hefur sjö sinnum verið í úrvalsliðinu.
Bjarni Ólafur hefur sjö sinnum verið í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag. Eins og oft í sumar eru það Valsmenn sem eiga flesta fulltrúa í úrvalsliði umferðarinnar.

Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar eftir að Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 útisigur gegn Stjörnunni.

Þá eru þrír leikmenn Vals í úrvalsliðinu. Bjarni Ólafur Eiríksson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og markvörðurinn Anton Ari Einarsson. Bjarni og Eiður eru góðkunningjar úrvalsliðsins, hafa verið 7 og 6 sinnum í liðinu í sumar.



Tveir varnarmenn Víkings í Ólafsvík eru í liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn FH. Það eru þeir Gabrielus Zagurskas og Emir Dokara.

Breiðablik hefur gulltryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Gísli Eyjólfsson var valinn maður leiksins þegar Blikar unnu Eyjamenn með flautumarki.

KA vann Grindavík. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Emil Lyng eru í liðinu.

Birnir Snær Ingason var valinn maður leiksins þegar Fjölnir gerði 2-2 jafntefli gegn KR. Hinn ungi Ástbjörn Þórðarson átti góðan leik fyrir KR og er í úrvalsliðinu í fyrsta sinn.

Þórður Þ. Þórðarson var valinn maður leiksins í markalausum og tilgangslausum leik Víkings R. og ÍA.

Sjá einnig:
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner