Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 24. september 2017 08:30
Fótbolti.net
Börkur: Fleiri en bara ég og Óli í félaginu
Börkur í viðtali.
Börkur í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Börkur Edvardsson, formaður Vals, ræddi við Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Börkur er að sjálfsögðu í skýjunum eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta sunnudag og býst Börkur við því að partí aldarinnar verði á Hlíðarenda um næstu helgi þegar titlinum verður fagnað.

„Við vissum innst inni að þetta væri möguleiki frá því að fyrsti leikur hófst. Það hefur verið meðbyr í félaginu öllu og mér leið vel í sumar með allt og alla. Innst inni vissi ég að við værum að fara að landa þeim stóra," segir Börkur.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, landaði bikarnum fyrstu tvö tímabil sín og í ár kom síðan sá stóri.

„Grunnurinn í liðinu var sterkur þegar Óli kemur. Við höfðum verið í alls konar dölum og brekkum með okkar lið frá 2008. Það er svo margt búið að gerast í félaginu og margir sem eiga þátt í því að við séum komnir á þennan stað."

„Það er búið að vinna í því leynt og ljóst að byggja upp frábært félag með toppaðstöðu sem á að vera ein sú besta á Skandinavíu. Við erum komnir vel á veg í því,"

Börkur hefur lengi verið í stjórn knattspyrnudeildar Vals.

„Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég byrjaði, við spiluðum fyrir framan tréstúku á gamla grasvellinum og æfðum á malarvelli. Við áttum varla bolta eða vesti. Það hefur margt gerst og ótalmargir lagt hönd á plóg. Það er svo stutt síðan að við vorum að basla og þetta hefur verið svakalegt ferðalag," segir Börkur.

Ólafur Jóhannesson sagði frá því í viðtali á dögunum að samband sitt við Börk hafi ekki verið gott áður en hann tók til starfa hjá Val. Samstarf þeirra hjá Val hefur þó verið prýðilega gott.

„Við Óli höfum átt í frábæru samstarfi og hugsum á svipuðum nótum. Okkar samstarf hefur verið áreynslulaust og það er frábært að vinna með Óla. Heimurinn er ekki það einfaldur að hann hafi mætt og tekið öll völd. Það eru fleiri en bara ég og Óli í félaginu," segir Börkur.

Fyrir rúmum áratug var mikill rígur meðal æðstu manna hjá FH og Val. Þó Börkur muni ekki vel eftir sérstökum atvikum segir hann að það hafi stundum verið heitt í hamsi.

„FH var að taka völdin á þessum árum á meðan við vorum að fara upp og niður. Okkur tekst það svona 2004-5 þegar Njáll (Eiðsson) og síðan Willum (Þór Þórsson) stýra liðinu. Þá breytist líka öll umgjörð og við færumst nær atvinnumennsku í umgjörð. Við vorum kannski smá óþolinmóðir og vildum vinna strax. Við sættum okkur ekki við að hafnfirska liðið væri að taka völdin í íslenskum fótbolta og vildum skapa sigurhefð hjá Val. Þegar við reynum að rífa félagið upp úr hjólförunum gerist það auðvitað með einhverjum látum og eitthvað gengur á. Það hristi kannski eitthvað í," segir Börkur.

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Haukur Páll og Gaui Lýðs gefa skemmtilega innsýn í lífið í Val
Athugasemdir
banner
banner