sun 24. september 2017 13:09
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið KA og Grindavíkur: Reynsluboltar inn hjá KA
Guðmann kemur inn í lið KA.
Guðmann kemur inn í lið KA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hvað gerir Andri Rúnar í dag?
Hvað gerir Andri Rúnar í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA og Grindavík mætast í Pepsi-deildinni klukkan 14:00 í dag. Bæði lið komu upp ur Inkasso-deildinni í fyrra og sitja í fimmta og sjötta sæti fyrir síðustu tvær umferðirnar.

Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson koma inn í byrjunarlið KA síðan gegn KR um síðustu helgi.

Ásgeir Sigurgeirsson, Darko Bulatovic og Archange Nkumu detta út en sá síðastnefndi er í leikbanni í dag. Darko verður ekki meira með KA mönnum í ár en hann er farinn heim vegna veikinda föður síns.

Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, er kominn með 18 mörk í sumar og hann gæti jafnað eða bætt markametið í efstu deild í dag. Metið er 19 mörk en fjórir leikmenn deila því í dag.

Ein breyting er á liði Grindvíkinga síðan í sigrinum á Breiðabliki. SImon Smidt kemur inn fyrir Sam Hewson sem er fjarri góðu gamni.

Byrjunarlið KA:
23. Srdjan Rajkovic (m)
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson
8. Steinþór Freyr Þorsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
20. Aleksandar Trninic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Vedran Turkalj
28. Emil Lyng

Byrjunarlið Grindavíkur:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. William Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
11. Juanma Ortiz
19. Simon Smidt
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde
99. Andri Rúnar Bjarnason

Beinar textalýsingar:
14:00 Stjarnan - Valur
14:00 Fjölnir - KR
14:00 Víkingur Ó - FH
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 KA - Grindavík
14:00 Víkingur R - ÍA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner