Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 24. september 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace spilar við Bromley í vikunni
Jason Puncheon og félagar í Palace hafa ekki haft ástæðu til að fagna á þessu tímabili.
Jason Puncheon og félagar í Palace hafa ekki haft ástæðu til að fagna á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur farið illa af stað í enska boltanum og er ekki búið að skora mark eftir sex umferðir og heimsækir Manchester United næstu helgi.

Til að reyna að rétta úr kútnum er búið að skipuleggja æfingaleik við Bromley, sem spilar í fimmtu efstu deild enska boltans.

Leikurinn á að gefa leikmönnum liðsins sjálfstraust til að mæta Rauðu djöflunum sem eru á toppi Úrvalsdeildarinnar, ásamt Manchester City.

Byrjun Crystal Palace á tímabilinu er sú allra versta í sögu Úrvalsdeildarinnar, sem var sett á laggirnar árið 1992.
Athugasemdir
banner
banner
banner