Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. september 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferguson vildi ekki sjá Ribery hjá Man Utd
Franck Ribery.
Franck Ribery.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri, fékk árið 2006 tækifæri til að kaupa Franck Ribery til Manchester United. Það tók hins vegar aðeins 45 mínútur fyrir Ferguson að ákveða að Ribery væri ekki rétti leikmaðurinn fyrir United.

Frá þessu greinir Alastair Campbell, mikill vinur Ferguson, í ævisögu sinni sem hann er að gefa út.

Campbell var með Ferguson þegar hann fylgdist með Ribery í leik Marseille og Bolton í Evrópukeppni árið 2006. Ribery var þarna 22 ára gamall og var í herbúðum Marseille.

„Alex var að fylgjast með Franck Ribery, kantmanni Marseille, en hann ákvað það í hálfleik að hann væri ekki nægilega góður," skrifar Campbell í bók sína.

Ribery tók eitt tímabil í viðbót með Marselle og fór síðan, í júní 2007, til Bayern München þar sem hann spilar enn í dag. Hann hefur unnið þýsku úrvalsdeildina sjö sinnum og auk þess vann hann Meistaradeildina með Bayern tímabilið 2012/13.
Athugasemdir
banner
banner
banner