Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Mikil spenna í Evrópu og fallbaráttu
FH-ingar sem eru í Evrópubaráttu fara til Ólafsvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Víkingi sem eru í fallbaráttu.
FH-ingar sem eru í Evrópubaráttu fara til Ólafsvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Víkingi sem eru í fallbaráttu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það ríkir mikil spenna fyrir leikjum dagsins í íslenska boltanum en heil umferð fer fram í dag í Pepsi-deild karla.

Þegar tvær umferðir eru eftir er það en óljóst hvaða lið ná í Evrópusætin tvö sem eftir eru.

Það er einnig spenna í fallbaráttunni en þar eru fjögur lið í hættu á því að falla úr deild þeirra bestu, ÍA er nú þegar fallið en eins og fyrr segir er það óráðið hvaða lið fylgir þeim niður.

Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14:00, Víkingur Ólafsvík sem er í fallsæti mætir FH sem er í Evrópubaráttu, á Kópavogsvelli mætast lið sem eru bæði í fallhættu, Breiðablik og ÍBV.

Fjölnir sem er í fallbaráttu mætir KR sem er í baráttu um Evrópusæti og á Samsung vellinum fær Stjarnan nýkrýnda Íslandsmeistara Vals í heimsókn.

Aðrir leikir eru Víkingur Reykjavík, ÍA, sem féll úr efstu deild í vikunni og fyrir norðan mætast KA og Grindavík.

Sjá einnig:
Fallbaráttan - Hverjir fara niður með Skagamönnum?
Evrópubaráttan - Nær KR að lauma sér í Evrópusæti?

Sunnudagur 24. september
Pepsi-deild karla
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur – Stöð 2 Sport 3)
14:00 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
14:00 KA-Grindavík (Akureyrarvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-FH (Ólafsvíkurvöllur – Stöð 2 Sport 4)
14:00 Fjölnir-KR (Extra völlurinn)
14:00 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner