Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 06:30
Benóný Þórhallsson
Myndaveisla: Grindavík setti titilfögnuð Þór/KA í bið.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Grindavík mætti Þór/KA á heimavelli Grindavíkur í gær. Mikil rigning hafði verið kvöldið áður og fyrr um daginn, en veðrið ásættanlegt á meðan leik stóð.
Með sigri hefði Þór/KA orðið íslandsmeistari en Grindavíkurkonur voru ekki tilbúnar að leyfa þeim að fagna.

Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Grindavík eftir aðeins 4.mínútur. Þór/KA var bara eina mínútu að jafna en það gerði Sandra María Jessen. Carolina Mendes kom síðan inná í hálfeik og það tók hana 2.mínútur að setja mark sitt á leikinn og kom heimakonum yfir, 2-1. Sandra Mayor jafnaði síðan eftir hornspyrnu á 64. mínútu, áður en María Sól Jakobsdóttir skoraði þriðja mark Grindvíkinga á 84.mínútu og þar við sat.
Athugasemdir
banner
banner