sun 24. september 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nedved tekur fram skóna og spilar með syni sínum
Neved var stórkostlegur leikmaður.
Neved var stórkostlegur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Pavel Nedved hefur ákveðið að rífa takkaskóna fram af hillunni frægu og ætlar að byrja að spila fótbolta aftur, 45 ára að aldri.

Nedved, sem er líklega besti leikmaður sem Tékkland hefur átt, ætlar að spila fyrir áhugamannaliðið FK Skalna í heimalandinu.

Nedved hætti í fótbolta, en hann m.a. Ballon d'Or, verðlaunin sem veitt eru besta leikmanni heims, árið 2003.

Hann hóf feril sinn með FK Skalna áður en hann fór og vann titla með liðum eins Juventus og Lazio.

Sonur hans, sem er 18 ára, spilar einnig með FK Skalna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner