Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. september 2017 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Samúel Kári skoraði í mikilvægum sigri
Samúel Kári skoraði fyrsta mark Vålerenga í mikilvægum sigri
Samúel Kári skoraði fyrsta mark Vålerenga í mikilvægum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson og Daníel Grétarsson voru í byrjunarliði Álasunds sem tapaði fyrir Sogndal í fallbaráttunni.

Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Vålerenga og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri gegn Brann. Viðar Ari Jónsson var sem fyrr í byrjunarliði Brann, sem er jafnt Molde á stigum í öðru sæti deildarinnar.

Stigin þrjú eru gífurlega mikilvæg fyrir Samúel og félaga sem eru aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu.

Matthías Vilhjálmsson var ekki í liði Rosenborg gegn Lilleström vegna meiðsla. Nicklas Bendtner skoraði tvennu fyrir Rosenborg, sem er með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Ingvar Jónsson varði mark Sandefjord sem tapaði 3-1 fyrir Molde og Aron Sigurðarson kom inn í 2-1 tapi Tromsö gegn Stromsgodset.

Kristján Flóki Finnbogason fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í jafntefli Start og Levanger í næstefstu deild, þar sem Kristján og félagar eru í baráttu um að fara beint upp í efstu deild.

Aalesund 0 - 1 Sogndal
0-1 E. Schulze ('35)

Lilleström 0 - 3 Rosenborg
0-1 N. Bendtner ('22)
0-2 A. Helander ('35)
0-3 N. Bendtner ('73, víti)

Molde 3 - 1 Sandefjord
1-0 T. Amang ('14)
1-1 F. Rodriguez ('22)
2-1 T. Amang ('54)
3-1 M. Ellingsen ('78)

Stromsgodset 2 - 1 Tromsö
1-0 B. Jradi ('1)
1-1 M. Ingebrigtsen ('51)
2-1 T. Nguen ('60)

Vålerenga 2 - 1 Brann
1-0 Samúel Kári Friðjónsson ('9)
1-1 F. Haugen ('52)
2-1 C. Ejuke ('83)

Start 1 - 1 Levanger
1-0 S. Skalevik ('56)
1-1 R. Stene ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner