Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 24. september 2017 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil ætlar að hafna Arsenal og fara til Man Utd
Powerade
Mynd: Getty Images
Koeman ætlar að kaupa sóknarmenn.
Koeman ætlar að kaupa sóknarmenn.
Mynd: Getty Images
Kíkjum á slúðrið úr ensku götublöðunum.

Mesut Özil (28) mun hafna nýju samningstilboði frá Arsenal þar sem hann langar að fara til Manchester United. (Sunday Mirror)

Manchester City óttast að lúta í lægra haldi gegn Paris Saint-Germain í baráttunni um Alexis Sanchez (28), leikmann Arsenal. (Sunday Express)

Ef Manchester United vill kaupa miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (22) frá Lazio þá þarf félagið að borga Lazio 75 milljónir punda. Man City hefur líka áhuga á honum. (Sunday Express)

Everton ætlar að gera allt til að landa Olivier Giroud (30) í janúar. Félagið er jafnvel tilbúið að borga Arsenal hátt í 40 milljónir punda fyrir franska sóknarmanninn. (Sunday Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill líka kaupa Joshua King (25) frá Bournemouth. (Sun on Sunday)

Everton bauð 66 milljónir punda - plús bónusa - í Diego Costa (28), sóknarmann Chelsea, en Costa vildi einungis snúa aftur til Atletico Madrid á Spáni. (Marca)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi sært meira að selja bakvörðinn Kieran Gibbs (27) til West Brom en að selja Alex Oxlade-Chamberlain (24) til Liverpool. (Mail on Sunday)

Arsenal er að fylgjast með Harold Moukoudi (19), miðverði Le Havre í Frakklandi. Arsenal lítur á hann sem mögulegan arftaka fyrir Per Mertesacker (32) sem hættir eftir tímabilið. (Mail on Sunday)

Ross McCormack (31), sóknarmaður Aston Villa, er í viðræðum við ástralska liðið Melbourne City. Hann gæti farið þangað á láni. (Express and Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner