Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Það verður Víkingur Ó. eða ÍBV sem fer niður
Stjarnan og FH í Evrópukeppni
Sveinn Aron tryggði Blikum sigur í uppbótartíma.
Sveinn Aron tryggði Blikum sigur í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ná Ólsarar að halda sér uppi?
Ná Ólsarar að halda sér uppi?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
21. umferðinni í Pepsi-deild karla. Umferðin var spiluð í heild sinni í dag og voru leikirnir að klárast, allir sex.

Eftir þessa leiki í dag er það ljóst að það verður annað hvort ÍBV eða Víkingur Ólafsvík sem fer niður í Inkasso-deildina með ÍA.

Breiðablik vann 3-2 sigur á ÍBV með marki í uppbótartíma og Fjölnir gerði jafntefli gegn KR á heimavelli. Víkingur Ó. gerði einnig jafntefli, en það munar einu stigi á Ólsurum og ÍBV fyrir lokaumferðina.

ÍBV fær KA í heimsókn í lokaumferðinni á meðan Víkingur Ó. fer upp á Skaga og leikur gegn ÍA, sem nú þegar eru fallnir úr deildinni.

Stjarnan tapaði á móti Íslandsmeisturum Vals, en eru samt öryggir með Evrópusæti, líkt og FH, þar sem KR gerði jafntefli gegn Fjölni.

Víkingur R. og ÍA gerðu síðan markalaust jafntefli og KA komst upp fyrir Grindavík með því að vinna nýliðaslaginn.

Hér eru að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Stjarnan 1 - 2 Valur
0-1 Bjarni Ólafur Eiríksson ('20 )
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('40 , víti)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('91 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 3 - 2 ÍBV
0-1 Shahab Zahedi Tabar ('31 )
1-1 Gísli Eyjólfsson ('38 )
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('53 , víti)
2-2 Hrvoje Tokic ('59 , víti)
3-2 Sveinn Aron Guðjohnsen ('92 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 1 - 1 FH
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('25 )
1-1 Steven Lennon ('69 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 2 - 2 KR
0-1 Tobias Thomsen ('47 )
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('61 )
1-2 Ástbjörn Þórðarson ('69 )
2-2 Birnir Snær Ingason ('72 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur R. 0 - 0 ÍA
Lestu nánar um leikinn

KA 2 - 1 Grindavík
0-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('3 , misnotað víti)
1-0 Emil Sigvardsen Lyng ('38 )
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('42 )
2-1 Simon Kollerup Smidt ('51 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner