Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 24. september 2017 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa Benítez: Sigurmark Brighton var ólöglegt
Mynd: Getty Images
Brighton hafði betur gegn Newcastle í nýliðaslag ensku Úrvalsdeildarinnar í dag.

Newcastle hafði unnið þrjá leiki í röð og var Rafael Benitez, stjóri liðsins, ósáttur með sigurmark Brighton í leiknum.

„Fyrir mér átti markið ekki að standa. Það er augljóst brot í uppbyggingu marksins," sagði Rafa að leikslokum.

„Við áttum skilið að fá minnst stig úr leiknum, við stjórnuðum öllu síðustu 20 mínúturnar en það er ekki nóg."

Þetta er annar sigur Brighton á tímabilinu og er liðið með sjö stig eftir sex umferðir. Newcastle er með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner