Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. september 2017 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Simone Zaza gerði sigurmark Valencia
Zaza er búinn að gera 5 mörk í 6 fyrstu umferðunum og er næstmarkahæstur í deildinni. Lionel Messi er markahæstur með 9.
Zaza er búinn að gera 5 mörk í 6 fyrstu umferðunum og er næstmarkahæstur í deildinni. Lionel Messi er markahæstur með 9.
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var að ljúka í spænska boltanum þar sem Espanyol byrjaði daginn á að leggja Deportivo La Coruna að velli með fjórum mörkum gegn einu.

Getafe fór illa með Villarreal og Celta Vigo lenti ekki í erfiðleikum gegn Eibar.

Leganes lagði Las Palmas og Valencia hafði svo betur gegn Real Sociedad í síðasta leik dagsins.

Valencia er í 4. sæti með 12 stig eftir 6 umferðir, en Real Sociedad er þremur stigum neðar.

Espanyol 4 - 1 Deportivo La Coruna
1-0 L. Baptistao ('5)
2-0 A. Arribas ('22, sjálfsmark)
2-1 C. Borges ('53)
3-1 G. Moreno ('72, víti)
4-1 G. Moreno ('90)

Getafe 4 - 0 Villarreal
1-0 A. Rodriguez ('54)
2-0 J. Molina ('64)
3-0 M. Bergara ('67)
4-0 A. Rodriguez ('92)

Eibar 0 - 4 Celta Vigo
0-1 G. Cabral ('17)
0-2 S. Gomez ('23)
0-3 P. Hernandez ('39)
0-4 D. Wass ('72)

Las Palmas 0 - 2 Leganes
0-1 C. Beauvue ('47)
0-2 J. Eraso ('96)

Real Sociedad 2 - 3 Valencia
0-1 Rodrigo ('26)
1-1 A. Elustondo ('33)
1-2 N. Vidal ('55)
2-2 M. Oyarzabal ('59)
2-3 S. Zaza ('85)
Rautt spjald: I. Zubeldia, R. Sociedad ('68)
Rautt spjald: G. Kondogbia, Valencia ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner