sun 24. september 2017 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorvaldur gaf óvart rautt spjald - Fékk fimmu frá Jóni Jónssyni
Þorvaldur var með spjaldið á lofti.
Þorvaldur var með spjaldið á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason viðurkenndi mistök sín þegar hann gaf Bergsveini Ólafssyni, varnarmanni FH, sitt "annað gula spjald" í leik Víkings Ólafsvíkur og FH sem var spilaður á Ólafsvíkurvelli áðan.

Þegar lítið var eftir af leiknum reif Þorvaldur upp rauða spjaldið og beindi því að Bergsveini.

Hann ætlaði sem sagt að gefa honum sitt annað gula spjald og þar með rautt, en Bergsveinn var ekki kominn með gult spjald. Hann fékk síðan upplýsingar um að Bergsveinn væri ekki kominn með gult spjald og dró því rauða spjaldið til baka.

Hann baðst afsökunar og fékk í kjölfarið fimmu frá Jóni Jónssyni, bakverði FH og söngvara með meiru.

„Gaf Bergsveini sitt "annað gula spjald" og þar með rautt en Beggi var aldrei kominn með spjald. Þorvaldur endar á því að biðjast afsökunar," sagði Ármann Örn Guðbjörnsson í beinni textalýsingu frá Ólafsvík.

„Þetta fíaskó með Bergsvein leit roooooosalega illa út fyrir Þorvald karlinn. Endaði á því að fá "high five" frá Jóni Jónssyni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner