fös 24. október 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Afturelding gefur sektarsjóðinn til styrktar Brynju Hlíf
Mynd: Afturelding
Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu tók þá ákvörðun að gefa sektarsjóð sumarsins til styrktar Brynju Hlíf Hjaltadóttur, 16 ára stúlku úr Mosfellsbæ sem lenti í alvarlegu mótorkross slysi nú nýlega í Noregi.

Brynja nýtur umönnunar á sjúkrahúsi í Osló og er fjölskylda hennar þar hjá henni. Stofnaður hefur verið styrktarsjóður fyrir fjölskylduna svo þau geti einbeitt sér að bata Brynju án þess að hafa fjárhagslegar áhyggjur.

Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið eru beðnir að leggja sitt af mörkum á reikning 0315 13 301947 Kt: 0804643639 í Arionbanka í Mosfellsbæ.

Sjá nánar: https://www.facebook.com/pages/Team-Brynja-Hl%C3%ADf-558/724627500960010?sk=timeline.

Frá Aftureldingu

Sæl öll,

Við í meistaraflokki kvenna í Aftureldingu, knattspyrnu, höfum ákveðið með einróma ákvörðun að styðja við bakið á Brynju Hlíf og hennar fjölskyldu. Ekki aðeins vegna þess að við vitum allar að Brynja er baráttustelpa sem við trúum 100% á að muni komast í gegnum þessa hindrun sem hefur orðið á vegi hennar, heldur líka vegna þess hvað Halla og Hjalti hafa alltaf sýnt okkur þann stuðning og þá hvatningu sem við þurfum á að halda í okkar íþrótt.

Því höfum við ákveðið að gefa sektarsjóð sumarsins til Brynju, 100.000 kr.- En þessi fjárhæð hefur safnast yfir sumarið sökum sekta sem leikmenn hafa hlotið fyrir ákveðna hluti, t.d. lélegt gult spjald í leik, klobbi í reit fyrir leik, ljót föt á æfingu og þess háttar.

Flest lið halda party, nota peninginn í ferðasjóð og fleira, en við viljum leggja okkar að mörkum og styðja þessa mögnuðu stelpu og hvetjum við fleiri til þess að gera slíkt hið sama.

Baráttukveðja,
Meistaraflokkur kvk í knattspyrnu
Athugasemdir
banner
banner
banner