fös 24. október 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mertesacker: Erum ekki jafn góðir og í fyrra
Arsenal rétt náði jafntefli í uppbótartíma gegn Hull City í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar.
Arsenal rétt náði jafntefli í uppbótartíma gegn Hull City í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Arsenal rétt lagði Anderlecht á 65. afmælisdag Arsene Wenger þegar enska úrvalsdeildarliðið heimsótti belgísku meistarana í Meistaradeildinni.

Anderlecht komst yfir í leiknum en Kieran Gibbs jafnaði á 89. mínútu og varamaðurinn Lukas Podolski tryggði sigurinn í uppbótartíma.

,,Síðustu fimm mínúturnar voru frábærar en fyrstu 85 mínúturnar voru alls ekki nógu góðar," sagði Per Mertesacker.

,,Allir átta sig á hversu erfið byrjun á tímabilinu þetta hefur verið fyrir okkur og sjálfstraustið er ekki á réttum stað.

,,Hugarfarið er gott en fótboltalega séð erum við ekki jafn öflugir og á síðasta tímabili. Við erum ekki upp á okkar besta, við verðum að leggja okkur meira fram á æfingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner