Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. október 2014 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Viðar Örn komst ekki á blað í tapi Vålerenga
Viðar Örn í leik með Vålerenga
Viðar Örn í leik með Vålerenga
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn er Vålerenga tapaði fyrir Odd Ballklubb með tveimur mörkum gegn einu í kvöld.

Gestirnir í Odd komust tveimur mörkum yfir áður en heimamenn í Vålerenga minnkuðu muninn með marki þegar um það bil tíu mínútur voru eftir.

Viðar Örn lék allan leikinn í liði Vålerenga en tókst þó ekki að komast á blað í kvöld. Hann er auðvitað lang markahæsti leikmaður norsku deildarinnar með 25 mörk.

Odd er í öðru sæti með 58 stig eftir leikinn í kvöld en Vålerenga er í sjötta sæti með 39 stig sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner