fös 24. október 2014 14:45
Hafliði Breiðfjörð
VITA fer með Icelandair til Tékklands
Ætlar þú að sjá Ísland spila í Tékklandi?
Ætlar þú að sjá Ísland spila í Tékklandi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er ljóst að lágmarksþátttaka hefur náðst í ferð VITA Sport til Tékklands 16. nóvember næstkomandi svo á þessa viðureign Tékka og Íslendinga í undankeppni EM 2016 verður farin.

Um er að ræða leiguvél frá Icelandair í beinu flugi til Prag en gist verður í tvær nætur. Leikurinn fer fram í Plzen sunnudaginn 16. nóvember klukkan 20:45. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa.

Flugáætlun
15. nóvember FI1562 KEF PRG 08:00 12:30
17. nóvember FI1563 PRG KEF 20:00 22:45

Hótel
Hægt er að velja um tvö hótel í Prag

Century Old Town 4*
Verð á mann í tvíbýli: 124.000 kr
Aukagjald fyrir einbýli: 10.900 kr

Best Western Majestic Plaze 4*
Verð á mann í tvíbýli: 115.000 kr
Aukagjald fyrir einbýli: 10.000 kr

Innifalið:
- Flug
- Flugvallarskattar
- Gisting í tvær nætur með morgunverði
- Rúta til og frá flugvelli og til og frá leikvangi

Nánari upplýsingar um bókanir má sjá á vef VITA Sport: Smelltu hér til að sjá nánar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner