Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 24. október 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Baslið heldur áfram hjá Moyes - Gæti fengið ákæru
Í veseni.
Í veseni.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Sunderland, hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessu tímabili en liðið er ennþá án sigurs í ensku úrvalsdeildinni eftir níu umferðir.

Sunderland er einungis með tvö stig á botninum og farinn er af stað orðrómur um að Sam Allardyce sé líklegur til að taka við liðinu á nýjan leik.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Moyes þá gæti hann átt yfir höfði sér ákæru eftir 1-0 tapið gegn West Ham um helgina.

Moyes hellti sér yfir Bobby Madley dómara í leikmannagöngunum eftir leik og hann gæti fengið ákæru og leikbann í kjölfarið.

Moyes var ósáttur þar sem hann taldi að leikmenn West Ham hefðu verið rangstæðir þegar Winston Reid skoraði sigurmarkið undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner