Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. október 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Costa fagnaði marki með því að taka selfie
Mynd: Getty Images
Douglas Costa fagnaði marki sínu með Bayern gegn Gladbach á laugardaginn með því að hlaupa út að hliðarlínu og taka selfie með áhorfendum.

Talsverð umræða hefur verið um fagnið í Þýskalandi í kjölfarið.

Sumir telja að Costa hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu og þá velta menn því fyrir sér hvort að hann hefði átt að fá gult spald fyrir fagnið.

„Fyrir okkur veltur þetta á því hvort hann klifri upp í stúku eða geri eitthvað óviðeigandi. Það er ekkert í reglubókunum sem bannar að taka selfie. Mér finnst það í raun vera gott mál," sagði Jochen Drees dómari í viðtali við ARD:

„Ég reikna með að við dómarar fáum leiðbeiningar á næstu dögum um það hvernig við eigum að bregðast við svona atvikum í framtíðinni."

Hér að neðan má sjá myndina hjá Costa en stuðningsmenn sem áttu símann birtu hana á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner