Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. október 2016 12:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Hverjir verða Englandsmeistarar og af hverju?
Daily Mail telur Manchester City sigurstranglegast í baráttunni um titilinn.
Daily Mail telur Manchester City sigurstranglegast í baráttunni um titilinn.
Mynd: Getty Images
Hjálpa þeir Arsenal að landa titlinum?
Hjálpa þeir Arsenal að landa titlinum?
Mynd: Getty Images
Klukkan er gleði í Liverpool!
Klukkan er gleði í Liverpool!
Mynd: Getty Images
Victor Moses er að blómstra.
Victor Moses er að blómstra.
Mynd: Getty Images
Pochettino.
Pochettino.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur ekki staðið undir væntingum.
Paul Pogba hefur ekki staðið undir væntingum.
Mynd: Getty Images
Eftir níu umferðir í ensku úrvalsdeildinni er aðeins eitt stig sem skilur að fyrsta og fimmta sætið. Nú er tækifærið fyrir Arsenal og Liverpool að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil.

Manchester City, Arsenal og Liverpool hafa öll 20 stig á meðan Chelsea og Tottenham eru með 19. Svo koma Everon með 15 og Manchester United 14.

Það er erfitt að spá í spilin og útlit fyrir ansi opið mót. Sérfræðingar Daily Mail rýndu í stöðuna, fundu rök með og á móti og hverjar sigurlíkurnar eru.

MANCHESTER CITY

Af hverju geta þeir unnið?
Þrátt fyrir að hafa ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum er City á toppnum. Það er vegna þess að fyrir lægðina unnu þeir tíu leiki í röð. Hópurinn er fullur af stjörnum og Pep Guardiola býr yfir breidd. Að vera með Sergio Aguero eykur sjálfstraust City, þó hann hafi ekki skorað síðan í september.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Guardiola er duglegur að minna fréttamenn á að hann er að byrja á verkefni, hann er kominn í nýja deild. Guardiola var alls ekki sáttur eftir jafnteflið gegn Southampton en aftur beit hugmyndafræði hans hann í bakið. Að spila frá aftasta manni varð City að falli. Getur þessi hópur haldist á toppnum með þessum leikstíl?

Titilmöguleikar: 8/10

ARSENAL

Af hverju geta þeir unnið?
Alexis Sanchez og Mesut Özil eru tvær af ástæðum þess að Arsenal er líklegt til að verða meistari. Báðir hafa aðstoðað við að skapa mörk á þessu tímabili í fjarveru Olivier Giroud og Danny Welbeck. Þeir fóru illa með Chelsea í september og Arsenal hefur öfluga vörn með Shkodran Mustafi og Laurent Koscielny.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Misstíga sig of mikið. Markalausa jafnteflið gegn Middlesbrough á heimavelli um helgina er gott dæmi. Þeir hefðu getað tapað þessum leik. Gagnrýnendur tala um Arsenal sem sérfræðinga í að enda í topp fjórum - Getur Wenger tekið skrefið og unnið fyrsta meistaratitil félagsins síðan 2004? Það er stóra spurningin.

Titilmöguleikar: 7/10

LIVERPOOL

Af hverju geta þeir unnið?
Handbragð Klopp er orðið mjög áberandi. Liverpool er spennandi lið, kraftmikið og hungrað í að skora mörk. Nokkur lið hafa fengið að kenna á því á þessu tímabili. Liðið er ekki í neinni Evrópukeppni og það hjálpar því.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Tapið gegn Burnley var merki þess að minni lið deildarinnar gætu stolið af þeim dýrmætum stigum á tímabilinu. Klopp er ekki sáttur með að lið hans hafi ekki náð að brjóta niður Manchester United, lið sem var niðurlægt af Chelsea. Leikurinn gegn United var eini leikur Liverpool þar sem liðið hefur haldið hreinu. Varnarleikurinn gæti verið brothættur.

Titilmöguleikar: 6,5/10

CHELSEA

Af hverju geta þeir unnið?
Margir efuðust um að 3-4-3 leikkerfi Antonio Conte, með Marcos Alonso og Victor Moses sem vængbakverði, myndi virka. Einhverra hluta vegna virkar það samt og Manchester United fékk að kynnast því í gær. Chelsea hefur farið í gegnum þrjá leiki í röð með hreint lak og rétt eins og Liverpool eru Evrópuleikir ekki til staðar til að trufla.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Að stórum hluta er þetta sami hópur og olli miklum vonbrigðum undir stjórn Jose Mourinho á síðasta tímabili. Conte vann átta ítalska meistaratitla, fimm sem leikmaður og þrjá sem stjóri, en þetta er hans fyrsta tímabil á Englandi. Hann sá sína menn vera tekna í kennslustund af Arsenal og það yrði kannski til of mikils ætlast að hann geri Chelsea að meisturum á fyrsta tímabili.

Titilmöguleikar: 6.5/10

TOTTENHAM HOTSPUR

Af hverju geta þeir unnið?
Tottenham er eina ósigraða liðið í þremur efstu deildum enska boltans og var ótrúlega nálægt því að taka titilinn á síðasta tímabili. Þeir voru helstu keppinautar Leicester um titilinn en enduðu í þriðja sæti eftir slakan lokasprett. Þessi reynsla getur bara hjálpað liðinu á þessu tímabili. Eitthvað til að byggja ofan á.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Mauricio Pochettino er þekktur fyrir erfiðar æfingar og telja margir að vandamálið í lokin í fyrra hafi verið þreyttir fótleggir. Þeir hlaupa og eru snöggir en geta þeir viðhaldið því með því að spila í Meistaradeildinni og taka þátt í toppbaráttunni á Englandi?

Titilmöguleikar: 6,5/10

EVERTON

Af hverju geta þeir unnið?
Óvænta liðið á listanum, eru fyrir ofan rándýran hóp Manchester United. Með 1-1 jafntefli gegn Manchester City varð liðið það fyrsta til að taka stig af Etihad leikvanginum. Romelu Lukaku er aftur á eldi með sex mörk á tímabilinu. Opinbert markmið liðsins er að komast í Evrópukeppni.

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Tapið gegn Burnley á laugardag gerir það að verkum að liðið hefur spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það virðast vera takmarkanir á hópnum og ákveðin svæði sem þurfa á styrkingum að halda. Erfitt verkefni fyrir Ronald Koeman á fyrsta tímabili á Goodison Park.

Titilmöguleikar: 4,5/10

MANCHESTER UNITED

Af hverju geta þeir unnið?
150 milljónum punda eytt í leikmannakaup í sumar og Paul Pogba varð sá dýrasti í sögunni. Þeir eru með besta markvörð heims í David De Gea og heimsklassa stjóra í Jose Mourinho - Ef það er einhver sem á að geta komið liðinu á beinu brautina ætti það að vera stjóri sem hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla?

Af hverju geta þeir ekki unnið?
Þegar hlutirnir eru ekki að ganga getur verið erfitt andrúmsloft með Mourinho sem stjóra. United var niðurlægt af hans fyrrum félagi Chelsea og Mourinho lét Conte heyra það fyrir að fagna. Pogba hefur ekki sýnt að hann sé verðmiðans virði og Zlatan Ibrahimovic er í markaþurrð. Svo er það margumtalaða vesenið kringum Wayne Rooney.

Titilmöguleikar: 5/10
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner