Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. október 2016 08:00
Kristófer Kristjánsson
Klopp: Gerrard alltaf velkominn til Liverpool
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjóri Liverpool, Jurgen Klopp, hefur sagt að Steven Gerrard sé alltaf velkominn til félagsins eftir að leikmaðurinn virtist kveðja sitt núverandi félag, Los Angeles Galaxy, á Instagram.

Þessi 36 ára miðjumaður frá Liverpool sem verður samningslaus eftir tímabilið birti einlæga færslu á Instagram þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum Los Angeles fyrir ógleymanleg tvö ár. Hefur þetta vakið upp þann orðróm að hann sé á leiðinni heim.

Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi sínum eftir 2-1 sigur á West Brom á Anfield.

„Steven Gerrard er alltaf velkominn til Liverpool, þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikið velkominn hann er. Það sem við höfum rætt er okkkar á milli; en enginn ætti að hafa áhyggjur af því hvort það sé pláss fyrir Steven Gerrard í Liverpool."

Í hvaða hlutverki Gerrard gæti snúið aftur í, á eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner