mán 24. október 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo fékk 3 í einkunn
Í basli í gær.
Í basli í gær.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur oft átt betri daga en í 2-1 sigri Real Madrid á Athletic Bilbao í gær.

Ronaldo fór illa með færi í leiknum og fékk lægstu einkunn allra leikmanna Real Madrid í einkunnagjöf ESPN.

Ronaldo fékk 3 í einkunn af 10 mögulegum sem er ekki algengt á þeim bænum.

„Ein af verstu frammistöðu hans í treyju Real Madrid. Tók varla góða ákvörðun í leiknum. Allir á leikvanginum voru í áfalli eftir klúðrið hans nokkrum sekúndum fyir leikslok," sagði í umsögn ESPN um Ronaldo.

Ronaldo hefur ekki skorað í fjórum heimaleikjum í röð með Real Madrid en það er eitthvað sem hefur aldrei gerst áður síðan hann kom til félagsins árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner