banner
   mán 24. október 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
„Rooney á að vera hjá United þar til hann deyr"
Mikið er rætt og ritað um framtíð þessa manns.
Mikið er rætt og ritað um framtíð þessa manns.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, leikmaður Manchester United er sem stendur á láni hjá Granada í spænsku deildinni. Hann var spurður af fjölmiðlum þar í landi um Wayne Rooney og ástand hans hjá Manchester United.

Hann segir Rooney eiga nóg eftir hjá United og að hann eigi að vera hjá félaginu þangað til hann deyr.

Rooney hefur aðeins skorað eitt deildarmark á tímabilinu hingað til og hefur lítið fengið að spila að undanförnu.

„Rooney ætti ekki að fara neitt. Hann er átrúnaðargoð hjá félaginu. Það er ekki hægt að taka Rooney frá Manchester United. Félagið er ekki það sama án hans. Hann verður að vera hjá United þangað til hann dey," sagði Pereira.
Athugasemdir
banner
banner
banner