Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. október 2016 21:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Þjálfari Leverkusen búinn að koma sér í klandur aftur
Roger Schmidt er skapstór maður.
Roger Schmidt er skapstór maður.
Mynd: Getty Images
Roger Schmidt, þjálfari Bayer Leverkusen, er búinn að koma sér í klandur en hann fékk tveggja leika bann í dag vegna atviks sem átti sér stað í 3-0 tapi liðsins gegn Hoffenheim um helgina.

Hann kallaði þá meðlim í þjálfarateymi Hoffenheim geðsjúkling og var hann að lokum sendur upp í stúku.

„Það var ekkert að þessu! Hvers konar geðsjúklingur eru, haltu kjafti," heyrðist Schmidt öskra í átt að kollega sínum.

Schmidt má ekki eiga nein samskipti við lið sitt á meðan það mætir Lotte í þýska bikarnum og Wolfsburg í deildinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schmidt kemur sér í klandur en hann var dæmdur í bann, fyrr á þessu ári fyrir að neita að yfirgefa völlinn eftir að dómari sendi hann upp í stúku.
Athugasemdir
banner