Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Þór sigraði Magna - Afturelding lagði Þrótt
Steinar Ægisson skoraði fyrir Aftureldingu
Steinar Ægisson skoraði fyrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir æfingaleikir fóru fram um helgina en Þór lagði Magna með tveimur mörkum gegn einu á meðan Afturelding sigraði Þrótt með sömu markatölu.

Halldór Jón Sigurðsson stýrði Þórsurum í fyrsta sinn í gær er liðið lagði Magna með tveimur mörkum gegn einu. Kristinn Þór Rósbergsson kom Þór yfir áður en Davíð Jón Stefánsson jafnaði metin. Tryggvi Unnsteinsson skoraði svo sigurmark Þórs.

Jón Björgvin Kristjánsson, leikmaður ÍA á Akranesi, lék með Þór en hann hefur æft með liðinu undanfarna viku. Loftur Páll Eiríksson, leikmaður Tindastóls, lék einnig með Þór í gær.

Afturelding lagði þá Þrótt í æfingaleik í Kórnum. Markalaust var í hálfleik en Afturelding hafði betur í þeim síðari þar sem Steinar Ægisson og Gunnar Wigelund skoruðu mörk Mosfellinga.

Úrslit og markaskorarar:

Þór 2 - 1 Magni
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson
1-1 Davíð Jón Stefánsson
2-1 Tryggvi Unnsteinsson

Afturelding 2 - 1 Þróttur
1-0 Steinar Ægisson
2-0 Gunnar Wigelund
2-1 Markaskorara vantar
Athugasemdir
banner
banner
banner